27.12.2009 | 14:14
Snjór
Jæja þá fæ ég að upplifa jólasnjó.. en jeminn það er allt á kafi en fallegur er hann blessaður..
Var að keyra um bæinn í nótt og festi mig...þurfi að trufla 3 vaska menn í spjalli til að losa mig sem þeir og gerðu, hver vill ekki bjarga konu í neyð? kann ég þeim bestu þakkir fyrir
Mikið fannfergi á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2009 | 14:39
Æi
Steikinni brennt í ræktinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 14:08
Börn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 13:45
Eftir jólin
Jæja þá er að byrja aftur eftir feit jól.......Það er svo mikill snjór að það liggur við að ég geti snert hann út um gluggann á eldhúsinu hjá mér. Það er búið að kyngja niður síðan fyrir jól, með kulda. þetta er svona púðursnjór. Það er allt fullt í fjallinu núna hún systir mín kom norður til að vera á skíðum yfir jólin með sína fjölskyldu, og voru í kaffiboði hjá mér í gær, voða gott að sjá hana.
Það er svo skrítið hvað maður er vanafastur, að sumum er nóg um, á jólum sé ég um matinn, eins og alltaf, en þegar ég sest við jólaborðið þá verður að vera hreint í eldhúsinu veldur stundum leiðindum, en þá segi ég að það sé betra því það verður minna að þrífa þegar á að taka upp pakkanna. Ég get ekki notið matarins fyrr en eldhúsið er komið í stand. venjurnar geta stundum verið humm óþolandi..
Ég fékk fallegar gjafir frá börnunum mínum og þau voru mjög ánægð með sína pakka... sem betur fer....
Ég er að fara út með vinkonu minni í kvöld.. það verður örugglega gaman.. svo að bruna suður aftur á morgun 28 des boðin í afmæli hjá vinkonu minni á Skaganum það verður gott að sjá hana aftur... Sakna Skagans það var gott að búa þar þegar ég tek út bullið sem þar var í gangi í lífi mínu.. eignaðist frábærar vinkonur þar sem ég held sambandi við.. og svo þegar mér dettur í hug að koma aftur,,, kem ég ekki að tómum kofanum...því á skagan flyt ég aftur
22.12.2009 | 00:31
Jólin
Jæja þá er stutt í jólin.. hjá mér er nóg af snjó og kulda.. það eru jól, ég hef aldrei verið hrifin af rauðum jólum, alin upp fyrir norðan og vön miklum snjó.
Það er svo merkilegt hvað ég er vanaföst á jólum, fyrir utan hefðir, þá verður að vera snjór og mikið af honum, kuldi svo að það bíti í kinnarnar, börnin rauð í vöngum, þetta er yndislegur tími. Ég er á Akureyri núna og þegar ég kom í bæinn þá tók á móti mér mikill snjór og þokkalegur kuldi brrr, trén svigna undan snjónum, jólatrén eru svo falleg.sérstaklega þegar jólaljósin eru undir snjónum. Það er gaman að rúnta um, nú eða labba, um bæinn og skoða ljósin. Finna fallegasta húsið sem er smekklega skreitt jólaljósum. Eins og húsið sem ég bý í yfir hátíðina, það er virkilega fallega skreitt, og smekklegt.Fallegt að sjá húsið, snjóinn og ljósin, í bland kemur manni bara í jólaskap...
Og hvað börnunum hlakkar til jólanna það er bara yndislegt. Dóttir mín tekur jólasveininum fagnandi á hverju kvöldu með mjólk og piparkökum, hvað er skemmtilegra? og meiri segja á ég að taka mjólkina út úr ísskápnum og fara með hana upp í herbergi þegar ég fer að sofa..hehehe þetta er bara gaman..
Gleðileg jól allir nær og fjær,, megi guð og gæfa fylgja ykkur inn í hátíðina....
15.12.2009 | 21:51
Börnin
Ég á svo falleg og fjörug börn. Það er aldrei logn hjá mér. Nú eru jólin á næsta leiti og eftirvæntingin er allsráðandi. Í dag voru loksins bakaðar piparkökur, og þær skreyttar eftir kúnstarinnar reglum og margir litir notaðir, og þvílíkt fjör. Var með "ömmu" strákinn í heimsókn og hann aðallega borðaði kökurnar sem hann sreytti og líka litinn sem notaður var..hehe þetta var frábært.. Svo þegar það var allt saman búið, þá var tekið til við að gefa "jólasveininum" smakka, það var settar á disk nokkrar piparkökur og mjólk, jólasveinninn er saddur núna..svo er svo fallegt að sjá einlægnina og trúna í augunum þeirra, þessa skilyrðislausu ást sem skín úr augum barna minna ...Hvað er fallegra? svo var skrifað bréf til Sveinka.
Ég er full af þakklæti og auðmýkt. Sit hér og hugsa um daginn. Þetta er fallegur dagur.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 10:03
Að vera góður
Kærleikurinn er góður, hatur elur af sér meiri hatur, þegar maður dettur í þann Pitt að hata eða þola ekki einhvern, mikið hrikalega verður lífið e-ð erfitt á meðan. Upptekin í lífi þess fólks sem á í hlut, það hljómar ekki skinsamt, baktal og niðurrif á báða bóga. Hver er tilgangurinn? það verður alltaf til lasið fólk og ég er ekki að fara neitt að breyta því..Kalt hjarta elur bara reiði og sársauka. Með kærleikann að leiðarljósi á mér að vera allir vegir færir.
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð, með allri sinni dýrð og friði. Börnunum mínum hlakkar til að fara norður og halda jólin hjá pabba sínum. Ég er að verða búin að öllu, annars er ég svo róleg, ekkert stress eða neitt svoleiðis. Það er reyndar aukálag í gangi.. það stendur yfir flutningur og það fyrir jól. En ég tek þessu öllu með æðruleysi og friði.. Mér hlakkar til jólanna og er búin að standa upp fyrir haus í bakstri á milli þess sem ég held á kössum út úr íbúðinni minni. Þetta er bara gaman. Á að vera það allavegana..
Ég tók þessum flutningum ekki vel í byrjun, ég var mikið ósátt og ill ,og er pínu enn,yfir því að vera að fara eina ferðina enn... upplifði niðurbrot og vonbyggði. Þangað sem ég er að fara... humm langar mig ekkert sérstaklega.. en er að gera þetta fyrir börnin mín.. þau eiga það inni hjá mér..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)