Jólin

Jæja þá er stutt í jólin.. hjá mér er nóg af snjó og kulda.. það eru jól, ég hef aldrei verið hrifin af rauðum jólum, alin upp fyrir norðan og vön miklum snjó. 

Það er svo merkilegt hvað ég er vanaföst á jólum, fyrir utan hefðir, þá verður að vera snjór og mikið af honum, kuldi svo að það bíti í kinnarnar, börnin rauð í vöngum, þetta er yndislegur tími. Ég er á Akureyri núna og þegar ég kom í bæinn þá tók á móti mér mikill snjór og þokkalegur kuldi brrr, trén svigna undan snjónum, jólatrén eru svo falleg.sérstaklega þegar jólaljósin eru undir snjónum. Það er gaman að rúnta um, nú eða labba, um bæinn og skoða ljósin. Finna fallegasta húsið sem er smekklega skreitt jólaljósum. Eins og húsið sem ég bý í yfir hátíðina, það er virkilega fallega skreitt, og smekklegt.Fallegt að sjá húsið, snjóinn og ljósin, í bland kemur manni bara í jólaskap...InLove

Og hvað börnunum hlakkar til jólanna það er bara yndislegt. Dóttir mín tekur jólasveininum fagnandi á hverju kvöldu með mjólk og piparkökum, hvað er skemmtilegra? og meiri segja á ég að taka mjólkina út úr ísskápnum og fara með hana upp í herbergi þegar ég fer að sofa..hehehe þetta er bara gaman..Smile 

Gleðileg jól allir nær og fjær,, megi guð og gæfa fylgja ykkur inn í hátíðina....Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband