Eftir jólin

Jæja þá er að byrja aftur eftir feit jól.......Það er svo mikill snjór að það liggur við að ég geti snert hann út um gluggann á eldhúsinu hjá mér. Það er búið að kyngja niður síðan fyrir jól, með kulda. þetta er svona púðursnjór. Það er allt fullt í fjallinu núna hún systir mín kom norður til að vera á skíðum yfir jólin með sína fjölskyldu, og voru í kaffiboði hjá mér í gær, voða gott að sjá hana.

Það er svo skrítið hvað maður er vanafastur, að sumum er nóg umSmile, á jólum sé ég um matinn, eins og alltaf, en þegar ég sest við jólaborðið þá verður að vera hreint í eldhúsinu veldur stundum leiðindum, en þá segi ég að það sé betra því það verður minna að þrífa þegar á að taka upp pakkanna. Ég get ekki notið matarins fyrr en eldhúsið er komið í stand.Wink venjurnar geta stundum verið humm óþolandi..

 Ég fékk fallegar gjafir frá börnunum mínum og þau voru mjög ánægð með sína pakka... sem betur fer.... 

Ég er að fara út með vinkonu minni í kvöld.. það verður örugglega gaman.. svo að bruna suður aftur á morgun 28 des boðin í afmæli hjá vinkonu minni á Skaganum það verður gott að sjá hana aftur... Sakna Skagans það var gott að búa þar  þegar ég tek út bullið sem þar var í gangi í lífi mínu.. eignaðist frábærar vinkonur þar sem ég held sambandi við..Smile og svo þegar mér dettur í hug að koma aftur,,, kem ég ekki að tómum kofanum...því á skagan flyt ég afturWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband