15.12.2009 | 21:51
Börnin
Ég á svo falleg og fjörug börn. Það er aldrei logn hjá mér. Nú eru jólin á næsta leiti og eftirvæntingin er allsráðandi. Í dag voru loksins bakaðar piparkökur, og þær skreyttar eftir kúnstarinnar reglum og margir litir notaðir, og þvílíkt fjör. Var með "ömmu" strákinn í heimsókn og hann aðallega borðaði kökurnar sem hann sreytti og líka litinn sem notaður var..hehe þetta var frábært.. Svo þegar það var allt saman búið, þá var tekið til við að gefa "jólasveininum" smakka, það var settar á disk nokkrar piparkökur og mjólk, jólasveinninn er saddur núna..svo er svo fallegt að sjá einlægnina og trúna í augunum þeirra, þessa skilyrðislausu ást sem skín úr augum barna minna ...Hvað er fallegra? svo var skrifað bréf til Sveinka.
Ég er full af þakklæti og auðmýkt. Sit hér og hugsa um daginn. Þetta er fallegur dagur.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.