5.1.2010 | 13:49
Skólinn
Jæja þá er að byrja eftir hátíðarnar... jeminn hvað það er búið að innbyrða mikið af mat og kökum. Líka gaman... já Gleðilegt ár má ekki gleyma því......ég er ný búin að eiga edrúafmæli heil 19 ár... ég er svo stolt af mér annars var tíminn minn í hættu fyrir jólin ca í nóv og des.. þá voru hamfarir í mínu lífi sem ógnuðu tímanum mínum... en með hjálp góðrar og yndislegrar konu á Akranesi þá hafði ég það af. En hvað öll svona sveifla getur verið vond fyrir svona viðkvæma sál eins og virðist vera. En veit ekki ég er svo glöð yfir að þetta ár 2009 er búið og nýr kafli tekinn við...árið var frekar erfitt tilfinningalega...en allstaðar annarstaðar var það fínt..
En nú er skólinn minn að byrja og það verður frekar gaman að takast á við það.. verð fyrir sunnan í 2-3 vikur fyrst til að byrja með og svo tekur alvaran við...Krakkarnir eru að byrja í skólunum sínum á morgun.. yngsti sonurinn er að byrja á nýjum leikskóla og tekur því ekkert voða vel,,svo eru það yngismeyjarnar að byrja í sínum skóla...þá kemst allt í rútínu aftur eftir jólafrí... loksins..
En hvernig lýst ykkur á forsetan vorn?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.