Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
10.5.2010 | 15:17
Sveitin heillar....
Jæja ég var þess gæfu afnjótandi að líta í sveitina með mínu fólki, (börnunum mínum þremur). Og þar var nú eitt og annað að gerast. Hörgárdalur skartaði sínu fegursta,í sól og logni og fallatindar allt um kring, þetta var þvílík náttúrufegurð. Var bara eins og málverk. börnin voru eins og kengúrur hoppuðu og trölluðu á eftir kindunum, sem voru ekki léttar á sér, enda komnar að burði. Það fæddust 7 lömb á meðan á dvölinni stóð, stráknum mínum þótti þetta hið mesta undur,, enda bæjarbarn, og þegar ein kindin átti þrjú lömb, var honum öllum lokið.. spurði hvernig öll lömbin kæmust fyrir inn í kindinni? Systir hans svaraði að kindin hefði átt þríbura eins og konan gerir stundum...ég var ekki að blanda mér í þessar umræður, þótti það öruggara. Ég var sett á fæðingarvakt ásamt 4 börnum, vissi náttúrulega ekkert hvað ég ætti að gera, enda fæddi ein kindin úti og upphófst þessi líka mikli eltingarleikur að koma henni inn með lambið, það gekk ekki vel, enda kindur þekktar fyrir e-ð allt annað en hlýðni. Þeim þótti ég mjög huguð að taka á móti einu lambinu og verða blóðug á höndunum, sonur minn var ekkert voða ánægður með það,(blóðið allt svo), svo drápust 2 lömb, og það var mikið spáð í þau og skoðað bak og fyrir. Kindunum var svo gefið, síðan haldið heim... með 3 verulega þreytt börn.
Það er búið að vera, og verður mikið, um fjallgöngur hjá mér út maí mán.. hvað er fallegra en að standa upp á einhverjum tindinum og horfa yfir svæðið? með góðu fólki... um næstu helgi er það Kaldbakur.. og síðan vonandi Kerling,, bæði fjöllin á norðurlandinu...BARA GAMAN
24.1.2010 | 20:50
Hlaup og sumar
jæja þá er ég búin að dusta rikið af hlaupaskónum. Fór smá hring hér á Akureyri, prufaði brekkur meiri segja Dalsbrautabrekkuna. (var nú ekki eins slæm og ég hélt). Hljóp síðast í ágúst þurfti að hætta vegna meiðsla, og er að koma mér af stað núna. Og kannski eitt til tvo maraþon í sumar... hver veit.
Svo fórum við í sund á eftir í Þelamörk, það er orðin flott sundlaug eftir breytingar,en dálitið heit. Skora á ykkur að prufa hana. Annars erum við búin að fara í flestar sundlaugar landsins. Það er svo gaman að rúnta um og búa til sýn eigin ævintýri, fara af stað út í óvissuna og gera bara eitthvað. Börnunum mínum finnst það svo gaman, elsta dóttir mín var einmitt að panta útilegu í sumar, og gaf það út að sumarið síðasta hefði verið frekar leiðinlegt því að það vantaði tjaldútilegur. Það var farin ein ferð og hún endaði frekar illa. Þannig að það verður farið í fleiri á komandi sumri, og þær verða betri, því að ég ætla að kaupa tjaldhitara fyrir þetta sumar. Svo að við verðum ekki sótt úr útilegu vegna kulda eins og síðasta sumar.
Verð að segja ykkur frá alveg frábæri hljómsveit sem heitir MYRKÁ. Var á tónleikum með henni í gærkvöldi, alveg einstaklega vönduð hljómsveit. Veit ekki hvort það séu allir sem eru að meika tónlistina þeirra, en hún kom mér verulega á óvært. Ef það eru einhverjir rokkarar þarna úti sem viljið góða tónlist þá er þetta e-ð sem þið verið að skoða. Mæli með henni.......
8.1.2010 | 22:30
hitt og þetta
Hæ allir.. Það var mikil sorg hjá mér í gær, ég þurfti að hætta við skólann sem ég var búin að skrá mig í og staðfesta. Það gleymdist að segja mér eitt og annað um skólagönguna sem var ekki að ganga upp hjá mér, því miður. Þannig að ég skráði mig bara í annan skóla og byrja þar 20 jan.. þannig að sorgin var ekkert svo lengi. Börnin eru byrjuð í sínum skólum og eru svo glöð og una vel við sitt. Við vorum að flytja norður í land, og fórum á fornar slóðir Akureyri, og miðjan mín er eitt bros alla daga núna. Ég er ofsalega glöð fyrir hennar hönd og sonarins, hann er líka svo glaður með sinn leikskóla. Svo er elsta dóttir mín svo mikið glöð að fá mömmu sína loksins heim.
Ég fæ íbúðina mína 1 febrúar og hlakka mikið til þess. Annars var ég að bjóða í einbýlishús. Veldi á minni bara. Já í miðri kreppu býð ég bara í hús... og bankinn er að skoða greiðslumöguleikana mína...sé bara til.. verður frábært ef ég get svo keypt það
Eftir því sem líður á, þá er ég svo glöð að vera farin úr ruglinu sem ég var kominn í á Skaganum..meira hvað maður verður ruglaður þegar ruglað er með mann.. alveg furðulegur ansk.....og ég þessi heila og kröftuga kona sjálfstæð og allt það..að gera sig að svona miklu.........segi ekki orðið.. en það er búið og ég veit betur núna. Ég hef aldrei verið svona sátt við allt í hringum mig eins og ég er í dag, held að það hafi verið rétt ákvörðun að flytja, þó að ég hafi verið ósátt við það það opnast bara betri möguleikar:) svo hlakkar mig svo til þegar fer að vora..
5.1.2010 | 13:49
Skólinn
Jæja þá er að byrja eftir hátíðarnar... jeminn hvað það er búið að innbyrða mikið af mat og kökum. Líka gaman... já Gleðilegt ár má ekki gleyma því......ég er ný búin að eiga edrúafmæli heil 19 ár... ég er svo stolt af mér annars var tíminn minn í hættu fyrir jólin ca í nóv og des.. þá voru hamfarir í mínu lífi sem ógnuðu tímanum mínum... en með hjálp góðrar og yndislegrar konu á Akranesi þá hafði ég það af. En hvað öll svona sveifla getur verið vond fyrir svona viðkvæma sál eins og virðist vera. En veit ekki ég er svo glöð yfir að þetta ár 2009 er búið og nýr kafli tekinn við...árið var frekar erfitt tilfinningalega...en allstaðar annarstaðar var það fínt..
En nú er skólinn minn að byrja og það verður frekar gaman að takast á við það.. verð fyrir sunnan í 2-3 vikur fyrst til að byrja með og svo tekur alvaran við...Krakkarnir eru að byrja í skólunum sínum á morgun.. yngsti sonurinn er að byrja á nýjum leikskóla og tekur því ekkert voða vel,,svo eru það yngismeyjarnar að byrja í sínum skóla...þá kemst allt í rútínu aftur eftir jólafrí... loksins..
En hvernig lýst ykkur á forsetan vorn?
26.12.2009 | 13:45
Eftir jólin
Jæja þá er að byrja aftur eftir feit jól.......Það er svo mikill snjór að það liggur við að ég geti snert hann út um gluggann á eldhúsinu hjá mér. Það er búið að kyngja niður síðan fyrir jól, með kulda. þetta er svona púðursnjór. Það er allt fullt í fjallinu núna hún systir mín kom norður til að vera á skíðum yfir jólin með sína fjölskyldu, og voru í kaffiboði hjá mér í gær, voða gott að sjá hana.
Það er svo skrítið hvað maður er vanafastur, að sumum er nóg um, á jólum sé ég um matinn, eins og alltaf, en þegar ég sest við jólaborðið þá verður að vera hreint í eldhúsinu veldur stundum leiðindum, en þá segi ég að það sé betra því það verður minna að þrífa þegar á að taka upp pakkanna. Ég get ekki notið matarins fyrr en eldhúsið er komið í stand. venjurnar geta stundum verið humm óþolandi..
Ég fékk fallegar gjafir frá börnunum mínum og þau voru mjög ánægð með sína pakka... sem betur fer....
Ég er að fara út með vinkonu minni í kvöld.. það verður örugglega gaman.. svo að bruna suður aftur á morgun 28 des boðin í afmæli hjá vinkonu minni á Skaganum það verður gott að sjá hana aftur... Sakna Skagans það var gott að búa þar þegar ég tek út bullið sem þar var í gangi í lífi mínu.. eignaðist frábærar vinkonur þar sem ég held sambandi við.. og svo þegar mér dettur í hug að koma aftur,,, kem ég ekki að tómum kofanum...því á skagan flyt ég aftur
22.12.2009 | 00:31
Jólin
Jæja þá er stutt í jólin.. hjá mér er nóg af snjó og kulda.. það eru jól, ég hef aldrei verið hrifin af rauðum jólum, alin upp fyrir norðan og vön miklum snjó.
Það er svo merkilegt hvað ég er vanaföst á jólum, fyrir utan hefðir, þá verður að vera snjór og mikið af honum, kuldi svo að það bíti í kinnarnar, börnin rauð í vöngum, þetta er yndislegur tími. Ég er á Akureyri núna og þegar ég kom í bæinn þá tók á móti mér mikill snjór og þokkalegur kuldi brrr, trén svigna undan snjónum, jólatrén eru svo falleg.sérstaklega þegar jólaljósin eru undir snjónum. Það er gaman að rúnta um, nú eða labba, um bæinn og skoða ljósin. Finna fallegasta húsið sem er smekklega skreitt jólaljósum. Eins og húsið sem ég bý í yfir hátíðina, það er virkilega fallega skreitt, og smekklegt.Fallegt að sjá húsið, snjóinn og ljósin, í bland kemur manni bara í jólaskap...
Og hvað börnunum hlakkar til jólanna það er bara yndislegt. Dóttir mín tekur jólasveininum fagnandi á hverju kvöldu með mjólk og piparkökum, hvað er skemmtilegra? og meiri segja á ég að taka mjólkina út úr ísskápnum og fara með hana upp í herbergi þegar ég fer að sofa..hehehe þetta er bara gaman..
Gleðileg jól allir nær og fjær,, megi guð og gæfa fylgja ykkur inn í hátíðina....