15.12.2009 | 10:03
Að vera góður
Kærleikurinn er góður, hatur elur af sér meiri hatur, þegar maður dettur í þann Pitt að hata eða þola ekki einhvern, mikið hrikalega verður lífið e-ð erfitt á meðan. Upptekin í lífi þess fólks sem á í hlut, það hljómar ekki skinsamt, baktal og niðurrif á báða bóga. Hver er tilgangurinn? það verður alltaf til lasið fólk og ég er ekki að fara neitt að breyta því..Kalt hjarta elur bara reiði og sársauka. Með kærleikann að leiðarljósi á mér að vera allir vegir færir.
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð, með allri sinni dýrð og friði. Börnunum mínum hlakkar til að fara norður og halda jólin hjá pabba sínum. Ég er að verða búin að öllu, annars er ég svo róleg, ekkert stress eða neitt svoleiðis. Það er reyndar aukálag í gangi.. það stendur yfir flutningur og það fyrir jól. En ég tek þessu öllu með æðruleysi og friði.. Mér hlakkar til jólanna og er búin að standa upp fyrir haus í bakstri á milli þess sem ég held á kössum út úr íbúðinni minni. Þetta er bara gaman. Á að vera það allavegana..
Ég tók þessum flutningum ekki vel í byrjun, ég var mikið ósátt og ill ,og er pínu enn,yfir því að vera að fara eina ferðina enn... upplifði niðurbrot og vonbyggði. Þangað sem ég er að fara... humm langar mig ekkert sérstaklega.. en er að gera þetta fyrir börnin mín.. þau eiga það inni hjá mér..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.