10.5.2010 | 15:17
Sveitin heillar....
Jæja ég var þess gæfu afnjótandi að líta í sveitina með mínu fólki, (börnunum mínum þremur). Og þar var nú eitt og annað að gerast. Hörgárdalur skartaði sínu fegursta,í sól og logni og fallatindar allt um kring, þetta var þvílík náttúrufegurð. Var bara eins og málverk. börnin voru eins og kengúrur hoppuðu og trölluðu á eftir kindunum, sem voru ekki léttar á sér, enda komnar að burði. Það fæddust 7 lömb á meðan á dvölinni stóð, stráknum mínum þótti þetta hið mesta undur,, enda bæjarbarn, og þegar ein kindin átti þrjú lömb, var honum öllum lokið.. spurði hvernig öll lömbin kæmust fyrir inn í kindinni? Systir hans svaraði að kindin hefði átt þríbura eins og konan gerir stundum...ég var ekki að blanda mér í þessar umræður, þótti það öruggara. Ég var sett á fæðingarvakt ásamt 4 börnum, vissi náttúrulega ekkert hvað ég ætti að gera, enda fæddi ein kindin úti og upphófst þessi líka mikli eltingarleikur að koma henni inn með lambið, það gekk ekki vel, enda kindur þekktar fyrir e-ð allt annað en hlýðni. Þeim þótti ég mjög huguð að taka á móti einu lambinu og verða blóðug á höndunum, sonur minn var ekkert voða ánægður með það,(blóðið allt svo), svo drápust 2 lömb, og það var mikið spáð í þau og skoðað bak og fyrir. Kindunum var svo gefið, síðan haldið heim... með 3 verulega þreytt börn.
Það er búið að vera, og verður mikið, um fjallgöngur hjá mér út maí mán.. hvað er fallegra en að standa upp á einhverjum tindinum og horfa yfir svæðið? með góðu fólki... um næstu helgi er það Kaldbakur.. og síðan vonandi Kerling,, bæði fjöllin á norðurlandinu...BARA GAMAN
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Njóttu lífsins, náttúran heilar mann. Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2010 kl. 12:55
Jónína Dúadóttir, 12.5.2010 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.