19.1.2010 | 14:50
upphefð og niðurtal
Þá er svona meiri pæling burt frá pólitík og Haítí...Ég er að rekast á smámunasemi hér á blogginu. Sem er bara fyndið, og kennir mér helling
En þegar kemur að því upphefja sig á annars kostað ..það er ömurlegt (var reyndar lengi að finna e-ð orð yfir svona fólk og fann það eiginlega ekki) Þá er ég að meina svoleiðis fólk sem skrifa hér inni í þeim eina tilgangi að særa annað fólk, svoleiðis fólk er fyrt af öllu sem heitir skynsemi og veruleiki. Ég sjálf hef orðið fyrir svoleiðis konu hér á blogginu, og þykir nóg um. Ég er pirruð yfir framkomu þessarar konu sem lýsir barnaskap og verulega litlum þroska . Þetta er eina leiðin til að skrifa, því að ég er viss um að hún les allt sem ég er að skrifa. Ég vorkenni þessari konu. Því ekki vil ég vera ung og "hamingjusöm" móðir í uppreisn við konu út í bæ.. Ég nenni ekki svoleiðis. Þessi kona býr reyndar ekki í mínu bæjarfélagi. En einu sinni gerðum við það. En það spaugilega við þetta allt er að ég þekki þessa konu ekkert, og hún ekki mig.Við höfum sést og tala saman og allt það, en við eru svo sannarlega engar vinkonur. En ég vil henni bara það besta og að henni liði vel. Og hættir að tala niður til mín og upphefja sig.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ljótt það á ekki að nota svona miðil fyrir kjaftagang
Guðbjörg Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.