hitt og þetta

Hæ allir.. Það var mikil sorg hjá mér í gær, ég þurfti að hætta við skólann sem ég var búin að skrá mig í og  staðfesta. Það gleymdist að segja mér eitt og annað um skólagönguna sem var ekki að ganga upp hjá mér, því miður. Þannig að ég skráði mig bara í annan skóla og byrja þar 20 jan.. þannig að sorgin var ekkert svo lengi. Börnin eru byrjuð í sínum skólum og eru svo glöð og una vel við sitt. Við vorum að flytja norður í land, og fórum á fornar slóðir Akureyri, og miðjan mín er eitt bros alla daga núna. Ég er ofsalega glöð fyrir hennar hönd og sonarins, hann er líka svo glaður með sinn leikskóla. Svo er elsta dóttir mín svo mikið glöð að fá mömmu sína loksins heim.

Ég fæ íbúðina mína 1 febrúar og hlakka mikið til þess. Annars var ég að bjóða í einbýlishús. Veldi á minni bara. Já í miðri kreppu býð ég bara í hús... og bankinn er að skoða greiðslumöguleikana mína...sé bara til..Wink verður frábært ef ég get svo keypt þaðSmile 

Eftir því sem líður á, þá er ég svo glöð að vera farin úr ruglinu sem ég var kominn í á Skaganum..meira hvað maður verður ruglaður þegar ruglað er með mann.. alveg furðulegur ansk.....og ég þessi heila og kröftuga kona sjálfstæð og allt það..að gera sig að svona miklu.........segi ekki orðið.. en það er búið og ég veit betur núna. Ég hef aldrei verið svona sátt við allt í hringum mig eins og ég er í dag, held að það hafi verið rétt ákvörðun að flytja, þó að ég hafi verið ósátt við þaðSmile það opnast bara betri möguleikar:) svo hlakkar mig svo til þegar fer að vora..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband