Stolt af honum

´Ég tek ofan fyrir þessum dreng, að þora að kæra. Hvernig svo sem dómur fer þá er hann að gera réttan hlut. Það hefur verið mikið í umræðunni um stúlkur og konur verða fyrir kynbundnu ofbeldi, en drengir hafa gleymst. Afleiðingarnar fyrir fullorna menn sem hafa orðið fyrir svona ofbeldi, líkt og konum er þessi hrikalega skömm, og skömminni fylgja margar aukaverkanir.

 Tvítugur piltur hefur kært kynferðislega misneytingu af hálfu rétt rúmlega þrítugs karlmanns til lögreglu. Árásarmaðurinn var handtekinn í morgun og er í skýrslutöku. Maðurinn hefur áður verið sakaður um sambærilegan verknað, án þess þó að til ákæru kæmi.Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði fyrir um þremur vikum. Samkvæmt heimildum fréttavefs Morgunblaðsins, mbl.is, sátu mennirnir að drykkju og neyslu vímuefna hjá þeim eldri vel fram á nótt. Þegar svefndrungi lagðist yfir þann yngri færði sá eldri sér það í nyt og kom fram vilja sínum.Samkvæmt sömu heimildum neitar eldri maðurinn sök og ber við að kynlífið hafi verið með vilja beggja.Umræða um kynferðisbrot mikilMaðurinn hefur áður verið sakaður um að leita á sér yngri menn. Í desember síðastliðnum voru þrír karlmenn dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás á hinn meinta kynferðisbrotamann framda fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði á árinu 2007. Mennirnir báru við fyrir dómi að reiði þeirra út í þann sem þeir réðust á, hafi byggst á því að sá hefði leitað á tvo þeirra þegar þeir voru 19 ára og áfengisdauðir.Jafnframt kemur fram í framburði eins þeirra að umræða um kynferðisbrot mannsins hefði verið mikil í Hafnarfirði.Maðurinn neitaði ásökunum mannanna um að hann hefði áreitt tvo þeirra kynferðislega og sagði framburð þeirra rangan.Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, staðfesti að maðurinn væri í skýrslutöku. Hann taldi óvíst að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir honum, enda langt um liðið frá hinu meinta broti.Það að notfæra sér að einstaklingur geti ekki spornað við kynferðislegum verknaði sökum ölvunar og svefndrunga brýtur í bága við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og telst til nauðgunar. Sé einstaklingur sakfelldur fyrir brot gegn ákvæðinu skal hann sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.

 

 


Grjótskálshnjúkur

Það er merkilegt þegar maður leggur upp með e-ð verkefni, að veður hamlar að það sé hægt að klára það. Það var ætlunin að fara á Kaldbak í dag, hlakkaði þvílíkt til, aldrei farið að fjallinu einu sinni. Og þurftum frá að hverfa vegna veðurs, og akkúrat ekkert skyggni hrikalega fúlt.

En það er alltaf plan B til. Áður enn við komum að Grenivík sáum við afleggjara í Hvalvatnsfjörð. Okkur leyst vel á þá leið. Þá fundum við Grjótskálshnjúk.... Gátum reyndar ekki farið alveg upp, vegna veðurs, en fórum ansi langt upp. En það var hríðabylur og mikið rok....það var mikið þoka uppi.. en þegar ég leit niður þá var það stórkostlegt útsýni. Sást vel inn í Eyjafjörð og til Dalvikur, Hrísey og Áskósands. Komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri frábært berjaland og mikill pottur á sumrin(hiti)..

Það er frábært að hafa plan B, þegar maður er opin fyrir ævintýri,,,, það er það sem gerðist í dag

ÆVINTÝRI 


Sveitin heillar....

Jæja ég var þess gæfu afnjótandi að líta í sveitina með mínu fólki, (börnunum mínum þremur). Og þar var nú eitt og annað að gerast.  Hörgárdalur skartaði sínu fegursta,í sól og logni og fallatindar allt um kring, þetta var þvílík náttúrufegurð. Var bara eins og málverk. börnin voru eins og kengúrur hoppuðu og trölluðu á eftir kindunum, sem voru ekki léttar á sér, enda komnar að burði. Það fæddust 7 lömb á meðan á dvölinni stóð, stráknum mínum þótti þetta hið mesta undur,, enda bæjarbarn, og þegar ein kindin átti þrjú lömb, var honum öllum lokið.. spurði hvernig öll lömbin kæmust fyrir inn í kindinni? Systir hans svaraði að kindin hefði átt þríbura eins og konan gerir stundum...ég var ekki að blanda mér í þessar umræður, þótti það öruggara. Ég var sett á fæðingarvakt ásamt 4 börnum, vissi náttúrulega ekkert hvað ég ætti að gera, enda fæddi ein kindin úti og upphófst þessi líka mikli eltingarleikur að koma henni inn með lambið, það gekk ekki vel, enda kindur þekktar fyrir e-ð allt annað en hlýðni. Þeim þótti ég mjög huguð að taka á móti einu lambinu og verða blóðug á höndunum, sonur minn var ekkert voða ánægður með það,(blóðið allt svo), svo drápust 2 lömb, og það var mikið spáð í þau og skoðað bak og fyrir. Kindunum var svo gefið, síðan haldið heim... með 3 verulega þreytt börn.

Það er búið að vera, og verður mikið, um fjallgöngur hjá mér út maí mán.. hvað er fallegra en að standa upp á einhverjum tindinum og horfa yfir svæðið? með góðu fólki... um næstu helgi er það Kaldbakur.. og síðan vonandi Kerling,, bæði fjöllin á norðurlandinu...BARA GAMANSmile

 

 


Gos og ??

það er magnað að sjá þetta sjónaspil.

En á meðan gýs á landinu þá gleymist annað... það er eins og fjölmiðlar geti bara talað um eitt í einu..það skyldi þó ekki vera að það séu bara karlar við völd í fjölmiðlum landsins???


mbl.is Ég hef aldrei séð svona áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frí

Er búin að vera á Skaganum um helgina. Það var svo gott að sjá vinina aftur kíkja í heimsóknir. Fengum að vera inni hjá góðri vinkonu minni og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Fórum í skógræktina í gær og tökum myndir af krökkunum í allskonar leikjumHeart. Það er ekki laust við að það sé þrá eftir þessum stað, þrátt fyrir slæmar minningar, þá var gott að vera hér. Það er svo stutt í alla helstu staðina hér.

Námið er að verða búin hjá mér, bara ráðstefnan eftir svo útskrift, æi ég er feginn, þetta nám var frekar erfitt tilfinningalega. Var líka á sjálfstyrkingarnámskeiði, þannig að ég er bara fín..

Hlakka til að koma heim í rútínu aftur, krakkarnir í skóla og leiksskóla, og ég í ræktina.Smile 


Satt.. eða hvað??

Smile Jæja Sæl öll 

Þá er ég að byrja aftur..Þetta er kúttleg saga. Hef reyndar heyrt svona áður, en ekki eftir svona langan tíma, 3 klukkustundir,,,það er langur tími,, er það ekki?? En andar og kynjaverur fynst mér afar heillandi.....en er hægt að trúa þessu??? 

dock.jpg


mbl.is Hitti langömmu á himnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skömm...

Íslensk réttakerfi enn einu sinni að sanna notkunarleysi sitt í kynferðismálum. Ég er í námi sem er um þessi mál og á bækur um Íslenska dóma , og þetta er allt eins. Það er  skömm að þessu. Það komu á tímabili harðari dómar veit ekki hvað gerðist eiginlega, núna eru þeir max 3 ár fyrir alvarleg brot hitt má eiga sig. Var að lesa einhverstaðar að það var maður með kynferðisefni í tölvunni sinni.. og fékk 1 á skilorð. Það er verið að senda út að þetta sé í lagi...
mbl.is Tældi stúlku með gjöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvess

Þetta er væntanlega dýr númer 4 sem kemur á land, og erum þið ekkert búin að læra því.. af hverju að drepa birnina??? hvað djö,,, eruð þið að gera með að drepa þessar skepnur? Var ekki hægt að gefa honum e-ð að éta og skjóta hann með deyfilyfjum? senda hann úr landi? E-ð annað en að prepa hann.. er það eina sem þeir kunna? Ef að það væri svona fljótt verið að afgr annað á þessu landi...ég er ekki sátt við þessa útkomu..Angry
mbl.is Búið að skjóta ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöð:)

Fallegt..kraftaverkin gerast, það er bara óskandi að Íslensk stjórnvöld hristi af þér slenið og opni fyrir ættleiðingu frá þessu landi, ekki veitir af..Heart
mbl.is Stúlka fannst á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁFRAM ÍSLAND...

Jæja þá erum við kominn í úrslit...frábært hjá drengjunum...á meðan ég horfi ekki á..ég horfi aldrei á landsleik...af því að einu sinni vorum við í ? keppni og ég horfði á einn leik og við töpuðum honum og féllum úr keppninni, hét því að horfa ekki á landsleik aftur..en ég horfi á alla aðra leiki.. stúdera svo andstæðinginn,, spá um úrslit....var samt ekki viss með Noreg það lið kom á óvært hafa verið frekar lélegir í boltanum...vil frekar Pólverja eða Spán en Frakka...getum spilað við Frakka um annað sætiðSmile
mbl.is Ísland í undanúrslit á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband