Hlaup og sumar

jæja þá er ég búin að dusta rikið af hlaupaskónum. Fór  smá hring hér á Akureyri, prufaði brekkur meiri segja Dalsbrautabrekkuna. (var nú ekki eins slæm og ég hélt).  Hljóp síðast í ágúst þurfti að hætta vegna meiðsla, og er að koma mér af stað núna. Og kannski eitt til tvo maraþon í sumar... hver veit.Wink

Svo fórum við í sund á eftir í Þelamörk, það er orðin flott sundlaug eftir breytingar,en dálitið heit. Skora á ykkur að prufa hana. Annars erum við búin að fara í flestar sundlaugar landsins. Það er svo gaman að rúnta um og búa til sýn eigin ævintýri, fara af stað út í óvissuna og gera bara eitthvað. Börnunum mínum finnst það svo gaman, elsta dóttir mín var einmitt að panta útilegu í sumar, og gaf það út að sumarið síðasta hefði verið frekar leiðinlegt  því að það vantaði tjaldútilegur. Það var farin ein ferð og hún endaði frekar illa. Þannig að það verður farið í fleiri á komandi sumri, og þær verða betri, því að ég ætla að kaupa tjaldhitara fyrir þetta sumar. Svo að við verðum ekki sótt úr útilegu vegna kulda eins og síðasta sumar. 

Verð að segja ykkur frá alveg frábæri hljómsveit sem heitir MYRKÁ. Var á tónleikum með henni í gærkvöldi, alveg einstaklega vönduð hljómsveit. Veit ekki hvort það séu allir sem eru að meika tónlistina þeirra, en hún kom mér verulega á óvært. Ef það eru einhverjir rokkarar þarna úti sem viljið góða tónlist þá er þetta e-ð sem þið verið að skoða. Mæli með henni.......Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2010 kl. 12:36

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Flott Ása að vera byrjuð á því að hlaupa aftur.  Settu þetta í rútinu og reyndu að gefa þér tíma fyrir sjálfa þig.

Kveðja.

Árelíus Örn Þórðarson, 26.1.2010 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband